UPPBYGGING VEFSVÆÐA

Ný vefsíða

Við erum sérfræðingar í því að byggja upp vefsvæði

Fyrirtæki hafa mjög ólíkar þarfir þegar kemur að endurvefvæðingu, í sumum tilfellum þarf aðeins að gera smávægilegar endurbætur til dæmis bæta við vefverslun eða breyta forsíðu, í öðrum tilfellum er farið í allsherjar endurvefvæðingu. Hvert sem umfang verkefnisins er vinnum við ávallt útfrá ímynd fyrirtækisins og stefnu þess í markaðsmálum, nytsemi vefjarins og góðri hönnun til að hámarka notagildi viðskiptavinarins. Við höfum mikla reynslu af uppbyggingu vefsvæða og getum stigið inn í ferlið á hvaða stigi sem er. Við getum leitt þig í gegnum ferlið skref fyrir skref og aðstoðað þig við að útbúa þarfagreiningu sem færi þá ýmist í útboð til nokkurra valdra aðila eða beint til þess sem þú vilt fá til að hanna og kóða vefinn.  

Kynntu þér endurvefvæðingar sem við höfum unnið.

 

Notendaprófanir og markaðsrannsóknir

Notendaprófanir og markaðsrannsóknir.  Kapall markaðsráðgjöfVið erum mjög hrifin af markaðsrannsóknum og notum þær óspart til að finna þarfir viðskiptavinarins.

Við tökum að okkur að gera notendaprófanir, þá semjum við spurningalista, leggjum hann fyrir og metum niðurstöður sem lagðar eru fram í skýrsluformi og kynntar á fundi. Að gera smá kannanir á meðal viðskiptavina getur oft reynst ótrúlega gagnlegt, stundum þarf einfaldlega bara að spjalla við, fylgjast með og/eða hlusta á viðskiptavininn.

 

The bad news for our industry is that we periodically forget that people are notoriously bad at telling us the truth.

– Stephen Needel