MARKAÐSSETNING

Markaðsáætlun

Markaðsplan, markaðsáætlun, aðgerðaráætlun, ráðgjöfVið getum hjálpað þér að móta markaðsstefnu og setja upp í aðgerðaáætlun. 

Við höfum aðstoðað fyrirtæki við að móta markaðsáætlun hvort sem er fyrir ákveðin tímabundin verkefni eða fyrir allt árið.  Þá greinum við markhópinn,  reynum að finna út hvað það er sem hann vill, setjum okkur markmið og leggjum drög að áætlun sem listar upp afhverju, hvenær, hvar, hvernig og hversvegna. Ef fyrirtæki er ekki að vinna með ákveðnum hönnuðum þá getur Kapall aðstoðað við að finna hentugan samstarfsaðila annars er unnið áfram með þeim aðila sem fyrirtækið hefur þegar unnið með.  Kapall er nú þegar að veita nokkrum fyrirtækjum ráðgjöf á þessu sviði.  Í sumum tilvikum sjáum við alfarið um áætlun og framvindu hennar en í öðrum tilvikum höfum við einungis komið að borðinu sem ráðgjafar. Þá er áætlunin gott sem klár en við höfum þá samt sem áður getað hnikkt á nokkrum þáttum sem hafa skilað sér í betri árangri.  
 

 

Leitarvélabestun (e.SEO)

SEO Searc engine Optimization, leitarvélabestun, ráðgjöfVel leitarvélabestuð síða getur hjálpað þér að komast ofar á leitarvélunum

Við framkvæmum leitarorðagreiningu á vörum og þjónustu fyrirtækisins og greinum tækifærin á leitarvélum. Efni vefsíðunnar er aðlagað eða unnið frá grunni út frá niðurstöðu greiningarinnar og einnig er innri og ytri tenglun framkvæmd. Við leggjum áherslu á að efni vefsíðunnar sé skýrt og aðgengilegt fyrir leitarvélar en einnig aðlaðandi og útskýrandi fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

 

Kostaðar leitarniðurstöður og borðaherferðir (e.Pay Per Click)

Marketing target groups. Markaðshlutun, kostaðar leitarniðurstöður KapallÞarft þú að ná hratt til ákveðins markhóps með lágum kostnaði? Viltu birtast ofar á leitarvélum?

Keyptar leitarniðurstöður og borðaherferðir vísa til auglýsinga í formi textaauglýsinga og vefborða á bæði leitarvélum og hinum ýmsu vefmiðlum. Við hjálpum þínu fyrirtæki að greina tækifærin í keyptum leitarniðurstöðum, við aðstoðum þig við finna lykilskilaboð og hanna borðana út frá settum markmiðum herferðar.  Við sjáum svo um uppsetningu á Adwords reikning og stjórnun hans. Mikilvægt er að setja saman fyrirfram ákveðin markmið og mæla allan árangur til að tryggja að þeim markmiðum sé náð. 

 

Samfélagsmiðlar

Social media strategy. Safmélagsmiðlastefna Kapall markaðsráðgjöfVantar þig samfélagsmiðlastefnu eða ertu að velta fyrir þér hvernig þú getur nýtt þér samfélagsmiðlana?

Með réttu vali á samfélagsmiðlum út frá stefnumótun og markhópagreiningu má hámarka sýnileika fyrirtækisins til rétta markhópsins og þannig hámarka fjárfestingu. Við vinnum stefnumótun, markhópagreiningu og aðstoðum við val á þeim samfélagsmiðlum sem fyrirtækið ætti að sækja á. Einnig vinnum við í nánu samstarfi við ykkur með að móta ímynd fyrirtækisins og rödd þess á samfélagsmiðlum.  
 

 

Markaðssetning með tölvupósti

Rafrænn póstur, tölvupóstur, markaðsseting, markpóstur. target mail Kapall markaðsráðgjöfVilt þú geta talað beint við viðskiptavini þína á hagkvæman hátt?

Markpóstar eða markaðsherferðir með tölvupósti geta skilað fyrirtækjum góðum áranguri og er bæði ódýr og góð leið til að ná beint til markhópsins. Við getum séð um þessa vinnu að fullu eða að hluta þ.e. söfnum póstfanga, hönnun, forritun, textaskrif, val á heppilegu kerfi, útsendingu og mat á árangri. 

Reynsla okkar sýnir að enn í dag eru fyrirtæki að ná ótrúlega góðum árangri með vandaðri notkun töluvpósta á ákveðna markhópa og er það oft fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka.  

 

Vefgreiningar (e. Google Analytics)

Vefgreiningar, google analytics, digital marketing Kapall markaðsráðgjöfVið getum hjálpað þér að kynnast viðskiptavini þínum betur.

Hverjir eru að heimækja síðuna ykkar, hversu oft koma þeir, frá hvaða löndum eru þeir og hvað skoða þeir helst? Þessum spurningum og fjölda annara er hægt að svara með hjálp vefgreininga. Við getum kennt þér að nota vefgreiningartæki eins og google analytics og lesa úr niðurstöðum. Við getum einnig hjálpað þér að setja upp reglulegar skýrslur sem sýna fram á virkni og árangur vefsíðunnar útfrá þeim markmiðum sem unnið er eftir.

Það er okkar reynsla að alltof margir eru ekki að nýta sér þær upplýsingar sem hægt er að lesa úr vefgreiningum.