Hafðu samband

Ekki hika við að heyra í okkur ef þú ert með einhverjar vangaveltur, það kostar þig ekkert. Við getum gert ótrúlega margt en ef ekki þá er aldrei að vita nema við þekkjum rétta aðilann.

Við erum staðsett í Skipholti 33, 105 Reykjavík eða í sama húsi og Bingó í Vinabæ nema það er gengið inn til okkar á hlið hússins vestanmegin (á milli Bingó og Ljósmyndvörur). Sendu okkur tölvupóst á kapall@kapall.is eða hringdu í síma 612-7774.

 

Hafðu samband beint við okkur

Edda Sólveig Gísladóttir

Edda Sólveig Gísladóttir

Framkvæmdastjóri, eigandi og ráðgjafi

  • MSc International Marketing, University of Strathclyde í Glasgow
  • PMD stjórnendanám, Opni Háskólinn HR
  • BSc rekstrarfræði, Háskólinn á Akureyri

Það er ekki hægt að segja annað en að Edda sé orkustuðboltinn á Kapli,  mætir fersk í vinnu eftir 6:10 tímann í Hreyfingu og kaffibollann með systrunum, keyrir svo upp stemninguna með vel valinni tónlist (lagalisti Kapals) og raðar upp verkefnum dagsins. Edda er skipulagsfrík og hefur gott taumhald á hlutunum enda alin upp á sérlega viljugum hestum sem hún þeysist um á þegar tími gefst. Edda er best í að halda mörgum boltum gangandi þó án þess að joggla en getur alls ekki prjónað (nema á hesti!!). 

Edda tekur á móti fyrirspurnum frá þér á netfanginu edda@kapall.is eða í síma 612-7774

Gunnar Thorberg Sigurðsson

Gunnar Thorberg Sigurðsson

Stofnandi, eigandi og ráðgjafi

  • MSc management and eBusiness, University of Paisley í Skotlandi
  • BSc viðskiptafræði, Háskóli Íslands

Gunnar er dellukallinn í Kapli, hann hefur prófað hinar ýmsu tómstundir sem lagt var af stað í með miklu trukki en misjöfnum árangri. Það leið langur tími þar til fyrsti fiskurinn beit á agnið en eftir það var ekki aftur snúið með veiðina. Gunni er nokkuð efnilegur gítarleikari en áhuginn er víst meiri þar en getan.  Markaðsdellan blómstar hins vegar ávallt og grúskar Gunnar mikið í þeim fræðum. Gunnar er ótrúlega hugmyndaríkur en líður betur með að láta Eddu halda utanum skipulagið.  

Hægt er að hafa samband við Gunnar á netfanginu gunnar@kapall.is eða í síma 612-7773

  • Auglýsingagerð
  • Borðaherferðir
  • Efnismarkaðssetning
  • Efnisvinnsla
  • Heilsutékk vefsíðu
  • Kostaðar leitarniðurstöður
  • Leitarvélabestun
  • Markaðsáætlun
  • Markaðsgreining
  • Markaðssetning
  • Markaðssetning með tölvupósti
  • Markhópa- og þarfagreiningar
  • Myndir og Myndbönd
  • Námsskeið
  • Notendaprófanir
  • Ný vefsíða
  • Samfélagsmiðlar
  • Stefnumótun
  • Textagerð fyrir vefsíður
  • Uppbygging vefsvæða
  • Vefgreiningar
  • Vörumerkjaísjaki