Stefnumótun

Stefnumótun

Við hjálpum þér að ná markmiðum fyrirtækisins.

Stefnumótun er langtímaáætlun með það að leiðarljósi að finna út hvar fyrirtækið sé statt í dag, hvert það stefni og hvernig það eigi að komast þangað. Stefnumótunarvinnan skiptir gríðarlega miklu máli og er eitt mikilvægasta skrefið sem stjórnendur og eigendur taka til þess að ná árangri til lengri tíma. Í stefnumótunarferli er leitast eftir að svara eftirfarandi spurningum: Hvað gerum við? Hverjum þjónum við? Af hverju skipta þeir við okkur? Hvað er að gerast í okkar atvinnugrein? Hvað eru keppinautar að gera? Hvernig sköpum við virði? Hvert stefnum við? Hvernig komumst við þangað? Úr stefnumótunarvinnunni kemur aðgerðaplan sem miðar að því að styrkja stöðu fyrirtækisins til langs tíma.

Vörumerkjaísjaki

Við hjálpum þér að finna fyrir hvað vörumerkið stendur eða hvað þú vilt að það standi fyrir.

Við höfum góða reynslu af því að vinna með vörumerkjaísjakann. Oft er það svo að fyrirtæki hafa verið stofnuð og svo á nokkrum árum er allt komið á fullt og engin hefur haft tíma til að staldra við, líta til baka og reyna að átta sig á því fyrir hvað vörumerkið stendur. Þegar unnið er með ísjakann er leitast eftir því að svara spurningum um uppruna fyrirtækisins, sýn, persónuleika, eiginleika og kjarnahæfni sem verður til þess að allur fókus í markaðsstarfi verður mun skýrari og hnitmiðaðri.

  • Auglýsingagerð
  • Borðaherferðir
  • Efnismarkaðssetning
  • Efnisvinnsla
  • Heilsutékk vefsíðu
  • Kostaðar leitarniðurstöður
  • Leitarvélabestun
  • Markaðsáætlun
  • Markaðsgreining
  • Markaðssetning
  • Markaðssetning með tölvupósti
  • Markhópa- og þarfagreiningar
  • Myndir og Myndbönd
  • Námsskeið
  • Notendaprófanir
  • Ný vefsíða
  • Samfélagsmiðlar
  • Stefnumótun
  • Textagerð fyrir vefsíður
  • Uppbygging vefsvæða
  • Vefgreiningar
  • Vörumerkjaísjaki