VERKIN OKKAR

Kapall hefur tekið þátt í að móta fjölda heimasíða. Í flestum tilvikum höfum við verið leiðandi aðili í heildarferlinu en í öðrum höfum við komið að borðinu sem ráðgjafar. Sum af þeim verkefnum sem við höfum tekið þátt í að móta hafa fengið viðurkenningar á sínum sviðum og er markmið okkar ávallt að gera betur.


VEFSÍÐUGERÐ

 • Nesbú

  Samstarf okkar við Nesbú Egg skilaði af sér nýju og breyttu útliti á öllu markaðsefni. Við endurhönnuðum merki (e. logo) þeirra, hönnuðum nýjar umbúðir undir Nesbú eggin og lögðum upp nýja stefnu fyrir fyrirtækið.
  Nesbú er eitt stærsta eggjabú landsins og hefur fyrirtækinu í tvígang verið veitt viðurkenning frá CreditInfo fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki en fáum fyrirtækjum er veittur sá heiður árlega.

 • TripCreator

  TripCreator er besti ferðavefur í heimi 2015 skv WebAwards!
  Kapall vann náið með TripCreator í þessu verkefni sérstaklega varðandi þætti er varða, stefnumótun, hönnun, efni, efnisskrif, uppbyggingu, gagnvirkni, notendavæni og markaðssetningu. Í úttekt dómnefndar hlaut vefurinn 68.5 stig af 70 mögulegum og hlaut því einkunina 9.8. Meðal sigurvegara í öðrum flokkum má nefna stór fyrirtæki á borð við Virgin Atlantic, Mercedes Benz, AT&T, Samsung og Adidas.

 • Vertu Næs

  Enn og aftur snúa Kapall og Rauði krossinn bökum saman og móta í sameiningu nýtt átak á vegum Rauða Krossins. Átakið sem verður til næstu tveggja ára kallast "Vertu næs" og gengur út á það að fá landsmenn til að hugleiða hvort það geti verið að þeir sýni fordóma gangvart fólki af erlendu bergi.

 • Genis

  Kapall þarfagreindi, mótaði efni og hannaði alfarið nýjan vef Genis í samvinnu við Dacoda. Líftæknifyrirtækið Genís hefur um árabil unnið að þróun efnanna kítíns og kítósans úr rækjuskel og eru nú í prófunum lyfið Benecta til inntöku sem að vinnur á sjúkdómum sem að eiga uppruna sinn í bólgum í líkamanum og hins vegar beinfyllingarefni sem að örvar vöxt beinfruma.

 • Westfjords

  Westfjords.is var tilnefndur sem besti opinberi vefurinn á Íslandi á SVEF verðlaununum 2015. Við hjá Kapli áttum stóran þátt í þessum vef en við unnum með öllum markaðsstofunum að endugerð allra vefjanna þeirra. Að auki tók Kapall þátt í að aðstoða westfjords með vefinn sinn efnislega þ.e. stefnumótun, kjarnahæfni svæðisins markhópamiðaðar upplýsingar ásamt textastkrifum.

 • Vita

  Nýr vefur Vita fór í loftið 2014. Við í Kapli unnum í nánu samstarfi við VITA ítarlega þarfagreiningu og teiknuðum upp wireframe sem var svo sett í útboð. Kosmos og Kaos hönnuðu og kóðuðu vefinn á afar snjallan hátt. Vefur Vita er hinn glæsilegasti og var tilnefndur sem besti fyrirtækjavefurinn í flokki 50- á SVEF verðlaununum 2015.

 • ON - Orka náttúrunnar

  Kapall hefur unnið þétt með markaðs- og vefteymi ON og Kosmos og Kaos að þróun vefsins síðastliðin tvö ár. Vefurinn hefur verið að sópa til sín viðurkenningum og var m.a. tilnefndur sem besti fyrirtækjavefurinn á SVEF verðlaununum 2015. FÍT valdi hann sem besta fyrirtækjavefinn 2015 og svo var hann tilnefndur til hinna virku Css Design Awards.

 • Visit Vefir Íslands

  Markaðsstofur landshlutanna leituðu til Kapals vegna endurgerðar vefja markaðsstofanna sex. Undirbúningur hefur staðið yfir í eitt ár þar sem unnin var í stefnumótun með hverju svæði fyrir sig, farið í kjarnahæfni og eiginleika, unnið með markhópa og þarfir þeirra greindar. Kapall teiknaði vefina upp en svo tók Stefna við og sá um vefhönnun og uppsetningu ásamt tengingu við gagnagrunn Íslandsstofu.

 • Icewhale

  Icewhale eru samtök hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi og vann Kapall nýja heimasíðu fyrir samtökin. Vefurinn var unnin í samtarfi við Kristínu hönnuð og Jón forritara sem búsett eru í Danmörku. Vefurinn heldur utanum þau hvalaskoðunarfyrirtæki sem eru í samtökunum, fjalla um helstu hvalategundir sem finnast við Íslandsstrendur svo eitthvað sé nefnt.

 • IFAW

  IFAW (international Fund for Animal Welfare) leitaði til Kapals með aðstoð í markaðssetningu þar sem markmið var að fá erlenda ferðamenn til að kaupa ekki eða snæða ekki hvalkjöt á veitingastöðum á Íslandi. Herferðin ber nafnið Meet us don´t eat us og var búin til vönduð lendingarsíða fyrir google borðaherferð þar sem vitund um þessi mál eru reifuð og þeim veitingastöðum sem eru "Whale friendly" er gerð skil.

 • Vefverslun Ölgerðarinnar

  Kapall aðstoðaði Ölgerðina við uppsetningu á nýrri vefverslun Ölgerðarinnar. Unnin var þarfalýsing, farið í gegnum veftré og wireframe teiknað. Kapall vann einnig útboðsgögn en Kosmos og Kaos sáu svo um að hanna og forrita endanlegan vef.

 • Tal

  Kapall leiddi Tal í gegnum endurgerð á sínum vef. Vann ítarlega þarfagreiningu, fór gegnum veftré, teiknaði nýtt wireframe og vann útboðsgögn fyrir forritun og hönnun. Snillingarnir í Sendiráðinu setti svo punktinn yfir y-ið með sinni snilldarhönnun.

 • Visit Vatnajökull

  Kapall vann vef Visit Vatnajökull sem tilnefndur var til SVEF verðlauna 2013. Kapall hélt m.a. námskeið fyrir ferðaþjónustuaðilana á svæðinu, vann stefnumótun, mótaði og teiknaði vefinn í samstarfi við Skapalón, sá um efnisinnsetningu, leitarvélabestun og markaðssetingu á netinu.

 • Skyndihjálp.is

  Kapall aðstoðaði Rauða krossin við að móta heilsárs markaðsplan vegna 90 ára afmælisárs þeirra tileinkað Skyndihjálp. Að auki útbjuggum við skyndihjálparvefinn ásamt Loftfarinu. Skyndihjálparherferð Rauða Krossins var tilnefnd sem sem besta markaðsherferðin á SVEF verðlaununum 2015.

 • Iceland Travel

  Vefur Iceland Travel hlaut hin virtu "WebAward2013" í flokknum Travel Standard of Excellence. Kapall átti stóran þátt í stefnumótun, þarfagreiningu, uppbyggingu og að teikna upp þennan glæsilega vef ásamt frábæru teymi Iceland Travel og TM software.

 • Íshestar

  Kapall hefur aðstoðað Íshesta á mörgum sviðum en með þeim höfum við endurgert nýjan vef, sinnt google banner herferðum sem og leitt þau í gegnum stefnumótun.

 • Íslandsstofa

  Kapall hefur í unnið með Íslandsstofu að verkefnum er snerta invest.is og ferðamannalandinu Ísland. Einnig höfum við haldið fjölda námskeiða í gegnum Íslandsstofu eða Ferðamálastofu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

 • Dale Carnegie

  Við hjá Kapli höfum unnið með Dale Carnegie við markaðssetningu, sér í lagi að starfrænum herferðum á samfélagsmiðlum, almennum netmiðlum og í gegnum google auglýsingakerfið.

 • Visit Reykjavik

  Kapall aðstoðaði höfuðborgarstofu með nýjan vef sem var tilnefndur til SVEF verðlauna 2014. Við unnum ítarlega markhópa-, þarfa-, og samkeppnisgreiningu. Við teiknuðum upp vefinn og Kosmos og Kaos tóku svo við boltanum og hönnuðu og kóðuðu á frábæran hátt.

 • Volcanohuts

  Kapall hefur aðstoðað Volcanohuts við markaðssetningu á netinu þ.e. leitarvélabestun og keyptar leitarniðurstöður. Einnig vorum við ráðgefandi í endurvefvæðingaferli fyrirtækisins árið 2013.

 • Orkuveita Reykjavikur

  Kapall tók ásamt fleirum þátt í endurgerð á nýjum vef Orkuveitu Reykjavíkur. Þess má geta að vefurinn fékk frábæra umsögn í notendaúttekt Sjá (meðaleinkunnina 8,5) sem er hærra en meðaltöl allra vefja sem teknir hafa verið út hjá þeim. Vefurinn hlaut einnig tilnefningu á SVEF verðlaununum 2014.