Námskeið

Við hjá Kapli höfum mikla reynslu af markaðsmálum og höfum í gegnum tíðina stýrt fjölda áhugaverðra námskeiða og eða fyrirlestra í öllum háskólum landsins sem og fyrir fyrirtæki eða stofnanir (Íslandsstofu, Ferðamálastofu, SAF, Nýsköpunarsjóð og fleiri).  Hér má sjá sýnishorn af þeim námskeiðum sem við höfum kennt en við getum líka stillt upp námskeiði eftir þínum þörfum (innihald, tímalengd, fjöldi þátttakenda, staðsetning).


Kapall hefur unnið að stefnumótun í tengslum við ferðaþjónustu á Vestfjörðum og við gerð nýrrar heimasíðu og gert það af miklum sóma. Það er frábært að vinna með þessu færa teymi og gott að leita til þeirra. Kapall kenndi einnig á námskeiði um markaðssetningu á netinu og var það samhljóma álit þeirra sem sóttu námskeiðið að það hefði verið einstaklega fræðandi og nytsamlegt.

Díana, Fjórðungssamband Vestfirðinga

Vefgreiningar (e. Web Analytics)

Fáðu kennslu í Google Analytics fyrir þig eða stjórnendateymið þitt.

Það getur verið gagnlegt fyrir þig eða starfsmenn fyrirtækis þíns að læra sitt lítið að hverju um vefgreiningar en það er eitt mikilvægasta markaðstæki markaðsstjóra nútímans. Í Google Analytics er hægt að fylgjast með því hvernig fyrirtækið er að standa sig á vefsíðunni og í einstaka herferðum. Hægt er að skoða hver umferðin er inn á vefsíðuna, hverjir eru að skoða hana og eftir hverju eru þeir að leita, auk þess þarf að fylgjast með breytingum og mæla árangurinn. Farið er í það hvernig hægt er að setja upp lykimælikvarða, skýrslur settar upp og tengingar við Google AdWords og önnur vefgreiningartæki. Við viljum ná árangri útfrá markmiðum og hvetjum þig því til að senda okkur fyrirspurn á netfangið edda@kapall.is

Uppbygging á vefsvæðum

Ef þú vilt fá gott yfirgripsmikið almennt námskeið þá mælum við með þessu

Ef þú vilt fá gott yfirgripsmikið almennt námskeið þá mælum við með þessu Hvaða markmiðum þarft þú að ná? Á þessu námskeiði er kynnt hvaða leiðir hægt er að fara til ná markmiðum fyrirtækisins hvort sem það er í þjónustu, sölu, ná aukinni hagræðingu, byggja upp vörumerki eða eiga virk samskipti við notendur og viðskiptavini. Sagt er frá því hvernig umhverfi fyrirtækisins er rannsakað en í því felst greining á samkeppnisaðilum, markhópum og notendum vefsins, auk þess eru skoðuð mismunandi tekjumódel, hvernig eigi að setja fyrirtækinu markmið og skoða bæði helstu ógnanir og tækifæri í rafrænum viðskiptum. Einnig eru ýmis tæki og tól sem hafa reynst okkur gagnleg í greiningavinnuni kynnt. Þú getur sent fyrirspurn á netfangið edda@kapall.is og við aðlögum námskeiðið að þínum þörfum.

Uppbygging á vefsvæðum

Ef þú vilt fá gott yfirgripsmikið almennt námskeið þá mælum við með þessu

Ef þú vilt fá gott yfirgripsmikið almennt námskeið þá mælum við með þessu Hvaða markmiðum þarft þú að ná? Á þessu námskeiði er kynnt hvaða leiðir hægt er að fara til ná markmiðum fyrirtækisins hvort sem það er í þjónustu, sölu, ná aukinni hagræðingu, byggja upp vörumerki eða eiga virk samskipti við notendur og viðskiptavini. Sagt er frá því hvernig umhverfi fyrirtækisins er rannsakað en í því felst greining á samkeppnisaðilum, markhópum og notendum vefsins, auk þess eru skoðuð mismunandi tekjumódel, hvernig eigi að setja fyrirtækinu markmið og skoða bæði helstu ógnanir og tækifæri í rafrænum viðskiptum. Einnig eru ýmis tæki og tól sem hafa reynst okkur gagnleg í greiningavinnuni kynnt. Þú getur sent fyrirspurn á netfangið edda@kapall.is og við aðlögum námskeiðið að þínum þörfum.

Samfélagsmiðlar, veirumarkaðssetning

Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat, Pinterest, Linkedin, Youtube, Vimeo, Tripadvisor

Markaðssetning með samfélagsmiðlum gengur út á það að tengja neytendur sem hafa áhuga á vörunni við fyrirtækið og virkja þá sem fyrir eru. Það er misjafnt hvaða miðill hentar hverjum markhópi fyrir sig og hvaða markmiðum fyrirtækið vill ná með viðveru á samfélagsmiðlum. Það er ekki nóg að fá sem flest “like” ef það liggur engin hugsun að baki um hvernig eigi að nýta það til að auka tekjur, lækka kostnað eða fá ánægðari viðskiptavini. Lögð er áhersla á mikilvægi stefnumótunar fyrir markaðssetningu með samfélagsmiðlum og að hún verði að vera hluti af heildrænni hugsun til þess að koma á sterkari samskiptum viðskiptavininn og auka þannig möguleika á að nálgast hann með öðrum hætti t.d. með tölvupósti. Við getum einnig útbúið sérnámskeið fyrir ákveðna samfélagsmiðla.

Kostaðar leitarniðurstöður, og gagnvirkar auglýsingar

Fáðu kennslu í Google AdWords og möguleikum þess

Kostaðar leitarniðurstöður eru mjög mikils virði fyrir auglýsendur þó algengasta form leitarvélamarkaðssetningar sé leitarvélabestun. Á námskeiðinu er farið í uppsetningu á Google AdWords reikningi sem og helstu herferðarstillingum. Vefborðar sem eru textaauglýsingar á vefsvæðum, mobile tækjum og öppum eru einn af möguleikunum í “display advertising”. Að auki er um að ræða video auglýsingar sem koma á undan efni sem notandi velur að horfa á en slíkar íslenskar auglýsingar geta komið fram á erlendum miðlum. Á námskeiðinu er einnig hægt að fara í gegnum uppsetningu auglýsinga á samfélagsmiðum og hvernig eigi að meta árangur. Þú getur sent fyrirspurn á netfangið edda@kapall.isog við setjum upp námskeið eins og þú vilt hafa það.

Leitarvélabestun (e. SEO)

Vantar þig að skilja um hvað þessi leitarvélabestun snýst?

Það getur skipt lykilmáli að síðan þín komi ofarlega upp á leitarvélum. Við getum hjálpað þér að leitarvélabesta síðuna. Áður en sú vinna hefst er gerð greining á núverandi vefsíðu þ.e. hvernig hún er að koma út á helstu leitarvélum. Þá er farið í ítarlega leitarorðagreiningu þar sem að mikilvægustu leitarorðin eru skilgreind, þeim breytt eða nokkrum bætt við. Við getum kennt þér að vinna með keywords, meta description og title sem og vinna með efni síðunnar þannig að hámarksárangur náist. Farið er í mikilvægi ytri og innri tenglun sem og skráningar á hinum ýmsu vefsöfnum. Leitarvélabestun getur verið algjör frumskógur að skilja og því hvetjum við þig til að hafa samband og fá kennslu á því helsta.

Að skrifa fyrir netið

Textaskrif fyrir netið kalla á vissa hæfni

Að skrifa texta fyrir netið er ekki endilega það sama og að skrifa texta í sölubækling eða fyrir annað kynningarefni. Að mörgu þarf að huga en eiginleiki þarf að koma skýrt í ljós, textinn þarf oftast að vera hnitmiðaður, innihalda fyrirsagnir og millifyrirsagnir og tengla. Með góðri lykilorðagreiningu og vönduðum textaskrifum má ná betri árangri á leitarvélum. Mikilvægast er þó að efnið höfði til notandans og að markmiðin séu skýr hvort sem þau séu til að upplýsa, að breyta heimsókn í viðskipti, svara fyrirspurnum eða hvetja viðskiptavininn í vænt ferli. Hafðu samband á netfangið edda@kapall.is og við getum sett upp hnitmiðað námskeið fyrir þig eða hópinn þinn.

 • Auglýsingagerð
 • Borðaherferðir
 • Efnismarkaðssetning
 • Efnisvinnsla
 • Heilsutékk vefsíðu
 • Kostaðar leitarniðurstöður
 • Leitarvélabestun
 • Markaðsáætlun
 • Markaðsgreining
 • Markaðssetning
 • Markaðssetning með tölvupósti
 • Markhópa- og þarfagreiningar
 • Myndir og Myndbönd
 • Námsskeið
 • Notendaprófanir
 • Ný vefsíða
 • Samfélagsmiðlar
 • Stefnumótun
 • Textagerð fyrir vefsíður
 • Uppbygging vefsvæða
 • Vefgreiningar
 • Vörumerkjaísjaki