Uppbygging vefsvæða

Heilsutékk vefsíðu (e. Expert Review)

Við aðstoðum þig við úttekt á vefsíðunni þinni og greinum tækifærin.

Vefsíðan þín er tekin í svokallað heilsutékk en þá er framkvæmd úttekt á henni bæði í tæknilegu og markaðslegu tilliti. Notast er við viðeigandi greiningartæki, ásamt huglægu mati reynslumikilla starfsmanna til að meta stöðu síðunnar og hvað þurfi að bæta. Niðurstöðum er skilað í skýrsluformi og kynnt fyrir þér og fyrirtækinu á fundi. Það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa grunnvinnu til þess að ná árangri í markaðssetningu á netinu og hafa viðskiptavinir okkar lýst mikilli ánægju með heilsutékkið.

Ný vefsíða

Við höfum tekið þátt í að móta fjölda vefsvæða.

Fyrirtæki hafa mjög ólíkar þarfir þegar kemur að endurvefvæðingu, í sumum tilfellum þarf aðeins að gera smávægilegar endurbætur til dæmis bæta við vefverslun eða breyta forsíðu, í öðrum tilfellum er farið í allsherjar endurvefvæðingu. Hvert sem umfang verkefnisins er vinnum við ávallt útfrá ímynd fyrirtækisins og stefnu þess í markaðsmálum, nytsemi vefjarins og góðri hönnun til að hámarka notagildi viðskiptavinarins. Við höfum mikla reynslu af uppbyggingu vefsvæða og getum stigið inn í ferlið á hvaða stigi sem er. Við getum leitt þig í gegnum ferlið skref fyrir skref og aðstoðað þig við að útbúa þarfagreiningu sem færi þá ýmist í útboð til nokkurra valdra aðila eða beint til þess sem þú vilt fá til að hanna og kóða vefinn.

Notendaprófanir og markaðsrannsóknir

Við erum mjög hrifin af markaðsrannsóknum og notum þær óspart til að finna þarfir viðskiptavinarins.

Við tökum að okkur að gera notendaprófanir, þá semjum við spurningalista, leggjum hann fyrir og metum niðurstöður sem lagðar eru fram í skýrsluformi og kynntar á fundi. Að gera smá kannanir á meðal viðskiptavina getur oft reynst ótrúlega gagnlegt, stundum þarf einfaldlega bara að spjalla við, fylgjast með og/eða hlusta á viðskiptavininn.

Efnismarkaðssetning (e. Content Marketing)

Myndataka, ljósmyndari, stíllisti, efnismarkaðssetning

Við getum hjálpað þér að skipuleggja þig, komið með tillögur að efni og gert þig sýnilegri. Þú hefur eflaust heyrt talað um mikilvægis góðs innihalds (e.content) þegar kemur að heimasíðunni eða samfélagsmiðlunum. Efni getur verið margskonar t.d. sögur, fróðleikur, myndir, myndbönd, blogg, infographics, leikir eða fyrirlestrar. Með harðnandi samkeppni verða neytendur æ kröfuharðari og þá skiptir máli að mynda samband við þá. Góðu fréttirnar eru þær að í raun sitja allir við sama borð þ.e. fjármagn fyrirtækis skiptir ekki öllu þegar kemur að því að vera skemmtilegur, fræðandi, gagnlegur eða sniðugur á vefsíðunni eða á samfélagsmiðlunum. Slæmu fréttirnar eru þá helst að það er svo sannarlega áskorun að búa til gott efni og halda því gangandi og lifandi. Við hjá Kapli getum hjálpað þér að koma skipulagi á þessa hluti og hjálpað þér að verða sýnilegur.

Textagerð fyrir vefsíður

Við getum aðstoðað þig við að skrifa fyrir netið svo það henti bæði notandanum og leitarvélunum.

Vel unnin texti á vefsíðu hefur mikið að segja fyrir upplifun viðskiptavinarins. Mikilvægt er að hann sé skrifaður með viðskiptavini fyrirtækisins í huga og fyrir leitarvélar. Viðmið leitarvéla í leit að réttu síðunni er sífellt að breytast, til dæmis er upplifun þeirra sem heimsækja síðurnar meira tekin inn í viðmiðin. Þess vegna þarf vefsíðan þín ekki einungis að innihalda leitarorð og leitarfrasa viðskiptavina fyrirtæksins heldur þarf hún einnig að vera aðgengileg og textinn aðlaðandi. Þið þekkið vörur og þjónustu fyrirtækis ykkar og við þekkjum viðmið leitarvéla og höfum því margt fram að færa í textagerðinni.

Video og myndbönd

Framsetning mynda og myndbanda spilar stóran þátt í upplifun á vefsíðum.

Við vinnum með þriðja aðila þegar kemur að myndatökum, myndvinnslu og myndbandagerð. Þessir þættir eru veigameiri en áður í framsetningu efnis á vefsíðum og hjálpa til við að styrkja ímynd fyrirtækja og gefa viðskiptavinum góða yfirsýn yfir fyrirtækið og starfsemi þess. Það sem hefur breyst á undanförnum árum og mánuðum er að leitarvélar gefa slíku efni meira og meira vægi í leitarniðurstöðum og því þarf að taka tillit til þess í leitarvélabestun.

The bad news for our industry is that we periodically forget that people are notoriously bad at telling us the truth.

– Stephen Needel

  • Auglýsingagerð
  • Borðaherferðir
  • Efnismarkaðssetning
  • Efnisvinnsla
  • Heilsutékk vefsíðu
  • Kostaðar leitarniðurstöður
  • Leitarvélabestun
  • Markaðsáætlun
  • Markaðsgreining
  • Markaðssetning
  • Markaðssetning með tölvupósti
  • Markhópa- og þarfagreiningar
  • Myndir og Myndbönd
  • Námsskeið
  • Notendaprófanir
  • Ný vefsíða
  • Samfélagsmiðlar
  • Stefnumótun
  • Textagerð fyrir vefsíður
  • Uppbygging vefsvæða
  • Vefgreiningar
  • Vörumerkjaísjaki