MARKAÐSGREINING

Heilsutékk vefsíðu (e. Expert Review)

Heilsutékk, Expert Review fyrir vefsíður. Kapall markaðsráðgjöf

Við aðstoðum þig við úttekt á vefsíðunni þinni og greinum tækifærin.

Vefsíðan þín er tekin í svokallað heilsutékk en þá er framkvæmd úttekt á henni bæði í tæknilegu og markaðslegu tilliti. Notast er við viðeigandi greiningartæki, ásamt huglægu mati reynslumikilla starfsmanna til að meta stöðu síðunnar og hvað þurfi að bæta. Niðurstöðum er skilað í skýrsluformi og kynnt fyrir þér og fyrirtækinu á fundi. Það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa grunnvinnu til þess að ná árangri í markaðssetningu
á netinu og hafa viðskiptavinir okkar lýst mikilli ánægju með heilsutékkið.

 

Markhópa- og þarfagreiningar

Markhópar þarfagreining Kapall markaðsráðgjöfVið aðstoðum þig við að skilgreina markhópinn þinn og þarfir hans.

Grunnurinn að öllu markaðsstarfi er að vera með vel skilgreinda markhópa. Með því að tala skýrt til rétts markhóps má hámarka nýtingu fjárfestinga í markaðsstarfinu. Í þarfagreiningu er þörf markaðarins skilgreind en þá er varan og þjónustan skoðuð með hliðsjón af því hvaða þörfum hún þarf að mæta.